Friðarlilja planta
Friðarlilja - Spathiphyllum Kochii (Araceae)
Fáar plöntur eins kröftur og friðarlilja sem getur lifað í norðurglugga og innarlega herbergi. Þessi planta getur lifað í lítilli birtu, þessi er ættuð frá Kólumbíu í Suður-Ameríku. Blómin koma að vorinu eða snemma sumars, þau sitja þétt saman á grunrönum kólfi. Þau eru yfirleitt hvítt eða gulleit. Ekki þarf að klippa plöntuna, en má klippa af gömlum blöðum sem eru farin að gulna. Auðvelt er að fjölga plöntunni með skiptingu, gjarna að blómgun lokinni að sumarlagi eða áður en hún fer að vaxa að vorinu. Plöntuna má ekki hreyfa á meðan hún er að blóma.
Vökvun og umhirða: Friðarlilja þarf mikið vatn á sumrin en lítið að vetrinum. Henni liður best í 16 til 20 gráða. Þarf að vökva vikulega með áburði frá apríl til ágúst. Eigi plantan að blómstra verður að vera á björtum stað í austur-eða- vesturglugga. Friðarlilja getur verið inni í herbergi, sé ekki ætlast til að hún blómstri.
Mold og umpottun: Nota má venjulega blómamold. Friðarlilja gerir ekki miklar kröfur varðandi mold. Umpotta skal á vorin að blómgun lokinni. Hæfilegt er að umpotta annað hvert ár og skipta plöntunni um leið.