Nýjar vörur hjá okkur
Nú höfum við aukið úrval af frábæru súkkulaði hjá okkur í Árbæjarblóm.
Við kynnum Visser konfekt, Fudge mola, Truffles og Baileys súkkulaði.
Visser konfektið er frá Hollandi og konfektgerðarmeistarinn Frank Visser leggur mikla alúð í að skapa einstakt, bragðgott og forkunnarfagurt konfekt. Hann notar að mestu leyti kakóbaunir frá Tanzaníu en prófar sig þó áfram með baunir víða að.
Til eru þrjár tegundir:
Einnig eigum við Fudge mola frá Gardiners of Scotland. Þeir koma í fallegri málmöskju með mynd eftir Steven Brown. Til eru þrjár tegundir af öskjum.
- Steven Brown Vanilla Fudge Heather McCoo
- Steven Brown Salted Caramel Fudge Lizzie McCoo
- Steven Brown Salted Caramel Fudge Kim McZoo
Auk þess eigum við kakódufthúðaðar trufflur frá Monty Bojangles.
Og síðan klassíkt súkkulaði frá merkinu Baileys.
- Baileys Chocolate Collection Original Irish Cream
- Baileys Original Truffle Bar 90g
- Baileys Chocolate Collection 138g
Þetta er tilvalin gjöf með blómvöndum frá okkur.