Flöskulilja- Agavaceae
Flöskulilja planta eða er hún stundum kölluð fílsfótur. Þessi planta er mjög sjaldséð og dýr planta. Flöskulilja er óvenjuleg planta sem er upprunnin á hástéttum sunnan til í Mexikó og Guatemala. Blöðin hennar er löng, mjó og beygð niður á við og koma upp í hvirfingum sem líkjast fjöðrum. Þessi planta áður talin til liljuættar en nú er talin tilheyra Agave-ætt. Út í náttúrunni vex flöskulilja á þurrum stöðum og í fjalllendi þar sem sólskinnið er sterkt og miklir þurrkar. Flöskulilja blómstrar aðeins í mjög mikilli sól og algjörum þurrki á milli. Blómin hennar eru lítil, hvít og koma í klösum efst á plöntuna.
Vökvun og umhirða: Vökvið með áburðarvatni aðra hverja viku frá Apríl til Ágúst. Flöskulilja þrífst vel innan til í stofu eða í austur-eða vesturglugga. Á veturna er kjörhitti 16-18 stig. Planta vex hægt og þarfnast ekki umpottunar oftast en annað hvert ár meðan hún er ung. Eldri plöntur má umpotta þriðja hvert ár.
Þessi planta fæst hjá Árbæjarblómum á 4.900 krónur.
Heimild: Carin Swartström